Umhverfistofnun - Logo

Húsafellsskógur, Borgarbyggð

Húsafellsskógur var friðlýstur árið 1974. Friðlýsingin var endurskoðuð og breytt árið 2001. Húsafellsskógur er allvíðáttumikill birkiskógur og vinsælt útivistarsvæði. Fjarlægð frá sjó og nágrenni við lindir og ár gerir Húsafellsskóg að sérstæðu búsvæði. Birki er nánast eina upprunalega trjátegundin í landinu sem myndar skóga. Birkiskógar eru taldir hafa þakið allt að 30% landsins við landnám en þekja nú aðeins um 1.2%.

Stærð friðlandsins er 436,7 ha.