Kerlingarfjöll

Kerlingarfjöll eru mikill fjallabálkur á miðhálendi Íslands, rétt sunnan Hofsjökuls. Svæðið allt var friðlýst sem landslagsverndarsvæði 2020.

Markmið friðlýsingarinnar er að vernda merkilegar jarðminjar svæðisins, landslag, óbyggðir og ásýnd þess. Friðlýsingunni er einnig ætlað að efla Kerlingarfjöll sem útivistarsvæði, en fjöllin hafa í áratugi verið vinsæll áfangastaður göngu- og skíðafólks. 

Verndarsvæðið nær utan um Kerlingarfjöll í heild sinni ásamt nærliggjandi óbyggðum suðvestur af Hofsjökli - alls 344 ferkílómetrar. Til austurs liggja mörk verndarsvæðisins upp að friðlandinu í Þjórsárverum og í norðri er stutt í Guðlaugstungur