Umhverfistofnun - Logo

Losun þungmálma

Photo by John Salvino on Unsplash

Uppsprettur þungmálma sem losna út í andrúmsloftið á Íslandi eru meðal annars í vegasamgöngum, fiskiskipum og flugeldanotkun. Bókhald Umhverfisstofnunar heldur utan um eftirfarandi efni:

·        Blý – Pb

·        Kadmín – Cd

·        Kvikasilfur – Hg

·        Arsen – As

·        Króm – Cr

·        Kopar – Cu

·        Nikkel – Ni

·        Selen – Se

·        Sink – Zn

 

 

Pb

Cd

Hg

As

Cr

Cu

Ni

Se

Zn

 

[kg]

[kg]

[kg]

[kg]

[kg]

[kg]

[kg]

[kg]

[kg]

1990

395

8,8

139

56

68

665

1543

34

1557

2019

579

6,4

15

31

78

1225

1154

23

881

Breyting

47%

-28%

-89%

-45%

14%

84%

-25%

-33%

-43%

 

Blý – Pb

Losun á blýi (Pb) er nú mestmegnis frá flugeldanotkun. Árið 1990 var losunin aðallega vegna eldsneytisbruna vegna framleiðsluiðnaðar. Aukning var á losun á blýi frá 1993 vegna sorpbrennslu til húshitunar. Losunin minnkaði eftir að þeirri starfsemi var hætt árið 2013.

 

Kadmín – Cd

Losun á kadmíni (Cd) er að mestu frá málmiðnaði. Árið 1990 var losunin einkum vegna brennslu og opins bruna á úrgangi og fiskiskipa. Tímabundin aukning var á losun á kadmíni árin 1993-2013 vegna sorpbrennslu til húshitunar.

 

Kvikasilfur – Hg

Losun á kvikasilfri (Hg) er og var fyrst og fremst frá brennslu og opins bruna á úrgangi og fiskiskipum. Töluverður samdráttur hefur verið í losun kvikasilfurs frá 1990. Hluti af losuninni á kvikasilfri árin 1993-2013 er vegna sorpbrennslu til húshitunar.

 

Arsen – As

Losun á arseni (As) er mestmegnis frá fiskiskipum og samgöngum. Árið 1990 var einnig losun vegna brennslu og opins bruna á úrgangi. Hluti af losuninni á arseni árin 1993-2013 er vegna sorpbrennslu til húshitunar. Losun arsens hefur farið minnkandi síðan 1990.

 

Króm – Cr

Losun á krómi (Cr) hefur einkum verið frá samgöngum og fiskiskipum og einnig frá flugeldum. Árið 1990 var losun einnig vegna eldsneytisbruna í framleiðsluiðnaði. Sú losun hefur minnkað meðan losun vegna flugelda hefur aukist.

 

Kopar – Cu

Losun á kopar (Cu) er fyrst og fremst frá samgöngum og flugeldum en einnig frá fiskiskipum. Síðan 1990 hefur verið aukning í losun á kopar.

 

Nikkel – Ni

Losun á nikkeli (Ni) er mestmegnis frá fiskiskipum og einnig frá samgöngum.

 

Selen – Se

Losun á seleni (Se) er einkum frá fiskiskipum og samgöngum. Heildalosun á seleni hefur minnkað síðan 1990.

 

Sink – Zn

Losun á sinki (Zn) er nú fyrst og fremst frá samgöngum, fiskiskipum, úrgangi og flugeldum. Árið 1990 var einnig losun frá eldsneytisbruna vegna framleiðsluiðnaðar en minni vegna flugelda. Heildalosun á sinki hefur minnkað síðan 1990.

 

Ítarlegar upplýsingar um losun loftmengunarefna á Íslandi síðan 1990 má nálgast í nýjustu landsskýrslu um losun loftmengunarefna á Íslandi sem falla undir LRTAP samninginn (Informative Inventory Report).