Skráahald vegna búnaðar



Rekstrar- og þjónustuaðilar búnaðar sem inniheldur flúoraðar gróðurhúsalofttegundir (F-gös) eiga að koma sér upp skrám og viðhalda í minnst fimm ár fyrir sérhvern hluta slíks búnaðar sem krafist eru að sé lekaprófaður, sbr. 6. gr. reglugerðar (ESB) nr. 517/2014 um flúoraðar gróðurhúsalofttegundir.

Í þessum skrám þarf að koma fram:

  1. magn og tegund F-gassins (miðilsins) við uppsetningu
  2. magn F-gass sem bætt er á búnaðinn við viðhald, þjónustu eða vegna leka
  3. magn endurunninna eða endurnýttra F-gasa ásamt heiti og heimilisfangi endurvinnslu- eða endurheimtarstöðvarinnar ef notast er við slíka
  4. magn endurheimtra miðla
  5. heiti og skírteinisnúmer vottunar fyrirtækisins sem setti upp, þjónustaði, hélt við og, ef við á, gerði við eða úrelti búnaðinn
  6. dagsetningar lekaprófana og niðurstöður þeirra
  7. ef taka á niður búnaðinn, hvaða ráðstafanir voru gerðar til að endurheimta og farga kælimiðlinum

Tegund búnaðar sem krafist er að sé lekaprófaður sbr. 4. gr. reglugerðar (ESB) nr. 517/2014:

  1. kyrrstæður kælibúnaður
  2. kyrrstæður loftræstibúnaður
  3. kyrrstæð varmadæla
  4. kyrrstæður brunavarnarbúnaður
  5. kælieiningar í kælibifreiðum og kælivögnum
  6. rafknúin rofbúnaður
  7. Rankine-hringrásir fyrir lífræna drifmiðla

Til hagræðis hefur Umhverfisstofnun útbúið sniðmát fyrir skráahald sem hægt er að nálgast hér ásamt PDF afriti. Sniðmátið geta aðilar sem þjónusta búnað prentað sjálfir út til útfyllingar, skilið frumrit eftir hjá rekstraraðilum og haldið sjálfir afriti, eins og áskilið er í reglugerð (ESB) nr. 517/2014.