Merking umbúða og öryggisblöð efna og efnablandna í byggingarvöruverslunum

Tilgangur og markmið:

Eftirlit með markaðssetningu efna, efnablandna og hluta sem falla undir efnalög nr. 61/2013. Kanna varnaðarmerkingar hættulegra efnavara þar sem sjónum var sérstaklega beint að hættulegustu vörunum sem standa almennum neytendum til boða í verslununum. Einnig var athugað hvort öryggisblöð væru í boði fyrir þá sem nota vörurnar í atvinnuskyni og hvort ólöglegar vörur væru til sölu.

Framkvæmd og helstu niðurstöður: 

Eftirlitið náði til eftirfarandi fyrirtækja: 

 • Álfaborg 
 • Bauhaus 
 • BYKO 
 • Dan-Inn 
 • Einar Ágústsson og Co. 
 • Flügger 
 • Hegas 
 • Húsasmiðjan 
 • K. Richter 
 • Málning hf. 
 • Málningarverslun Íslands 
 • Múrbúðin 
 • Sérefni 
 • Slippfélagið 
 • Verkfæralagerinn 
 • Würth á Íslandi 

Öll frávik frá ákvæðum reglugerða, sem stofnunin starfar eftir, voru skráð með áherslu á þær reglugerðir sem taldar eru upp í kaflanum á undan. Gerðar voru kröfur til úrbóta vegna vanmerktra vara hjá öllum fyrirtækjunum sem um ræðir og þeim birgjum sem höfðu vörur í verslunum. Gerð var krafa um að vanmerktar vörur yrðu merktar með réttum hætti og að send yrðu sýnishorn af endurbættum merkingum til Umhverfisstofnunar. Þá var gerð krafa um að öryggisblöð yrðu lagfærð og uppfærð þar sem ástæða þótti til. Farið var fram á að útbúin yrði áætlun um hvernig fyrirtæki hyggðust uppfylla kröfur um afhendingu öryggisblaða ef slík blöð stóðu viðskiptavinum ekki til boða.