Örplast í kræklingi

Umhverfisstofnun samdi við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum árið 2018 um forkönnun á örplastmengun í kræklingi. Markmið verkefnisins var annars vegar að kanna umfang örplastmengunar í kræklingi á völdum stöðum við Ísland  og hins vegar að leggja grunn að sambærilegum rannsóknum á örplasti í lífríki hafsins hér við land. Sömu greiningaraðferðir voru notaðar og í norsku NIVA rannsókninni frá 2017, (NIVA rannsókn 2017) þar sem plastagnir voru flokkaðar og stærðarmældar. Fjöldi agna pr. dýr var síðan áætlaður.

 

Helstu niðurstöður

  • Örplast fannst í fjörukræklingi á öllum stöðum sem voru kannaðir.
  • Fjöldi örplastagna var á bilinu 0 til 4 í hverjum kræklingi og fundust plastagnir í 40–55% kræklings á hverri stöð.
  • Alls fundust 77 örplastagnir í 120 kræklingum sem voru skoðaðir frá öllum stöðum.
  • Meðalfjöldi örplastagna í heild var 1,27 per krækling og 0,35 per g kræklings (votvigt).
  • Plastagnirnar voru aðallega þræðir (>90%, meðallengd 1,1 mm) og voru af ýmsum gerðum og litum.
  • Ekki reyndist marktækur munur á fjölda örplastagna í kræklingi á milli stöðva.

Skýrslur