Umhverfisstofnun samdi við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum árið 2018 um forkönnun á örplastmengun í kræklingi. Markmið verkefnisins var annars vegar að kanna umfang örplastmengunar í kræklingi á völdum stöðum við Ísland og hins vegar að leggja grunn að sambærilegum rannsóknum á örplasti í lífríki hafsins hér við land. Sömu greiningaraðferðir voru notaðar og í norsku NIVA rannsókninni frá 2017, (NIVA rannsókn 2017) þar sem plastagnir voru flokkaðar og stærðarmældar. Fjöldi agna pr. dýr var síðan áætlaður.
Skýrslur