Umhverfistofnun - Logo

Eftirlit með upplýsingum um tilvist kerfis til endurheimtar bensíngufu á bensínstöðvum

Umhverfisstofnun ráðgerir á næstunni að fara í eftirlit sem beinist að upplýsingaskyldu rektraraðila bensínsstöðva. Markmiðið með eftirlitinu er að skoða hvort upplýsingar um tilvist kerfis til endurheimtar bensíngufu á bensínstöðvum séu sýnilegar neytendum.  

Bensínstöðvar sem mæta ákveðnum skilyrðum um m.a. árlegt gegnumstreymi, aldur, meiri háttar endurnýjun eða staðsetningu skulu útbúnar fyrrnefndu kerfi eigi síðar en 31. desember 2018. Þessi skilyrði eru nánar útlistuð í 47. gr. e. efnalaga nr. 61/2013.