Innflutningur á einnota hylkjum með kælimiðlum

Tilgangur

Umhverfisstofnun barst ábending um innflutning flúoraðra gróðurhúsalofttegunda (F-gasa) í einnota hylkjum, sem brýtur í bága við ákvæði í reglugerð. Í ljósi þessa var bréf sent á innflytjendur F-gasa þar sem athygli var vakin á banni við slíkum innflutningi og gerð grein fyrir að stefnt væri að auknu eftirliti.

Framkvæmd og niðurstöður

Eftirlit með innflutningi þessara miðla var stóraukið í kjölfar ábendingarinnar. Sendingar sem bárust til landsins með kælimiðlum voru skoðaðar og sannreynt að magn miðla og umbúðir væru í samræmi við lýsingu á reikningum og gildandi reglur. Ein sending, sem reyndist innihalda kælimiðla í einnota umbúðum, var stöðvuð og þeir miðlar sem ekki uppfylltu kröfur viðeigandi reglugerðar endursendir.