Gullfoss

Gullfoss í Hvítá er einhver nafntogaðasti foss landsins fyrir ógnarmátt sinn og fegurð. Fossinn lætur engan ósnortinn og laðar hann að sér gífurlegt magn ferðamanna ár hvert. Gullfoss ásamt Hvítárgljúfri að Brattholti var friðaður árið 1979. Stærð friðlýsta svæðisins er 154,9 ha.

Sjáðu þrívíddarkort af svæðinu.