Loftslagsmarkmið

Loftslagsmarkmið

 

Loftslagsbreytingarnar af mannavöldum grafa undan skilyrðum til lífs á jörðinni. Það er því hagur bæði núlifandi og framtíðarkynslóða að draga úr áhrifum þeirra eins og mögulegt er. Umhverfisstofnun ætlar að vera til fyrirmyndar í umhverfis- og loftslagsmálum og hefur sett sér loftslagsmarkmið í samræmi við umhverfis- og loftslagsstefnu. Markmið okkar er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% til ársins 2030 miðað við árið 2018.

Hér að neðan má sjá hvernig markmiðið skiptist milli mismunandi flokka: samgangna, orkunotkunar og úrgangs. Stærstur hluti losunar frá starfi Umhverfisstofnunar er til kominn vegna vegasamgangna og ætlum við að ná mestum samdrætti þar með því að draga úr akstri eins og hægt er og stuðla að umhverfisvænni samgöngum.

Loftlagssmarkmið Umhverfisstofnunar