Viðskiptakerfi ESB - ETS

Árið 2005 kom Evrópusambandið á fót viðskiptakerfi með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda í tengslum við mótvægisaðgerðir að hálfu ESB samkvæmt Kyoto bókuninni. Viðskiptakerfið, í almennu máli nefnt ETS (stendur fyrir Emission Trading System), gegnir lykilhlutverki í aðgerðum Evrópusambandsins gegn loftslagsbreytingum því kerfið er helsta stjórntæki sambandsins til að ná fram samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda.

Á þessari síðu má finna almennar upplýsingar um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir en ítarlegri upplýsingar má finna hér.

Lög og reglur er viðkoma viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir má finna hér.