Það eru ýmis atriði sem hafa ber í huga ef stefnt er að því að tjalda eða hafa næturgistingu utan skipulagðra tjaldsvæða. Í nóvember 2015 tóku í gildi ný náttúruverndarlög þar sem nokkrar breytingar urðu á því hvar sé heimilt að tjalda. Til að mynda var lögunum breytt í þá vegu að nú er óheimilt að hafa næturgistingu í tjaldvögnum, fellihýsum, hjólhýsum, húsbílum og öðrum sambærilegum búnaði utan skipulagðra tjaldstæða og þéttbýlis nema leyfi landeiganda eða rétthafa lands komi þar til. Annars gilda eftirfarandi reglur um hvar má tjalda samkvæmt lögunum:
Hvar má tjalda ?
Hvenær þarf að afla leyfis landeiganda eða rétthafa lands ?
Eru einhver svæði þar sem má ekki tjalda/hafa næturgistingu ?
Andakíl | Tjöldun og næturgisting óheimil. |
Álafoss | Tjöldun og næturgisting óheimil. |
Blábjörg á Berufjarðarströnd | Tjöldun og næturgisting óheimil. |
Bringur í Mosfellsdal | Tjöldun og næturgisting óheimil. |
Dimmuborgir | Tjöldun og næturgisting óheimil. |
Dynjandi | Tjöldun og næturgisting óheimil. Göngu- og hjólreiðamenn hafa leyfi til að tjalda til einnar nætur. |
Dyrhólaey | Tjöldun og næturgisting er háð leyfi Umhverfsstofnunar. |
Fjallabak | Næturgisting er einungis heimil í skálum og á skilgreindum tjaldsvæðum. Tjöldun á öðrum stöðum er háð samráði við landverði. |
Grábrókargígar í Norðurárdal | Tjöldun og næturgisting er háð leyfi Umhverfsstofnunar |
Hornstrandir | Tjöldun og næturgisting óheimil utan merktra tjaldsvæða |
Hverfjall/Hverfell | Tjöldun og næturgisting óheimil. |
Ingólfshöfði | Tjöldun og næturgisting óheimil. |
Kattarauga | Tjöldun og næturgisting óheimil. |
Kirkjugólf | Tjöldun og næturgisting óheimil. |
Mývatn | Tjöldun og næturgisting óheimil utan merktra tjaldsvæða. |
Seljahjallagil, Bláhvammur, Þrengslaborgir og nágrenni | Tjöldun og næturgisting óheimil. |
Skógafoss | Tjöldun og næturgisting óheimil utan merktra tjaldsvæða |
Skútustaðagígar | Tjöldun og næturgisting óheimil. |
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull | Göngu- og hjólreiðarmenn þurfa leyfi þjóðgarðsvarðar annars er tjöldun og næturgisting óheimil. |
Ströndin við Stapa og Hellna | Tjöldun og næturgisting óheimil. |
Teigarhorn | Tjöldun og næturgisting óheimil. |
Vatnajökulsþjóðgarður | Innan þjóðgarðsins ber gestum að nota skipulögð tjaldsvæði fyrir tjöld, tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla. Fjarri skipulögðum tjaldsvæðum er heimilt að tjalda hefðbundnum viðlegutjöldum til einnar nætur. Hópar þar sem eru 10 tjöld eða fleiri þurfa þó leyfi þjóðgarðsvarðar. Við tjöldun utan skipulagðra tjaldsvæða skal þess gætt að ekki sé valdið skemmdum á vettvangi og jafnframt skal taka allt sorp og úrgang til byggða. Tjöldun utan merktra tjaldsvæða er óheimil á eftirtöldum svæðum:
|
Vatnsfjörður | Tjöldun og næturgisting óheimil utan merktra tjaldstæða. |
Þingvallaþjóðgarður | Tjöldun og næturgisting óheimil utan merktra tjaldsvæða. |