Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið við Varmárósa í kynningarferli til 19. maí 2023
Undanfarið hefur verið unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðlandið við Varmárósa í landi Mosfellsbæjar. Friðlandið var friðlýst árið 1980 en síðast stækkað árið 2021.
Gerð áætlunarinnar var í höndum fulltrúa Umhverfisstofnunar og Mosfellsbæjar.
Tillaga að áætluninni og aðgerðaáætlun í tengslum við hana hefur nú verið lögð fram til kynningar á heimasíðu Umhverfisstofnunar.
Friðlandið við Varmárósa er votlendissvæði við ósa Kaldár. Þar vex m.a. plantan fitjasef sem er sjaldgæf hér á landi. Friðlandið er bæði mikilvægt vegna sérstaks gróðurfars og sem búsvæði fugla en svæðið er hluti af alþjóðlega mikilvægu fuglasvæði sem er á IBA-skrá.
Eins og áður segir liggja drög að áætluninni nú frammi til kynningar og er öllum frjálst að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum vegna hennar.