Hjólaferðir eru frábær leið til þess að kynnast Friðlandinu að Fjallabaki. Við fögnum því að gestir heimsæki svæðið og stundi þar fjölbreytta útivist.
Það eru fjórar leiðir sem ekki má hjóla á í Friðlandinu að Fjallabaki. Það er ýmist vegna mikils bratta og erfiðra aðstæðna, mikillar umferðar göngufólks sem erfitt er að mæta eða til að vernda einstakt útlit leiðarinnar. Þessar leiðir eru:
Það er óheimilt að ganga eða hjóla á Grænahrygg í Sveinsgili. Grænihryggur er blágræn líparítalda og er afar viðkvæmur fyrir traðki. Svæðið umhverfis Grænahrygg er einnig mjög viðkvæmt.
Hjólandi gestir skulu forðast allt brun niður brekkur í friðlandinu, enda eykur slíkt verulega hættu á óþarfa jarðraski og gróðurskemmdum.
Við hvetjum hjólreiðafólk til þess að hjálpa okkur að vernda þetta einstaka svæði og velja aðrar leiðir. Almennt eru flestar gönguleiðir á svæðinu fyrirtaks hjólaleiðir. Til dæmis:
Tengt efni: