Stök frétt

Mynd fengin af síðu Hönnunarmiðstöðvarinnar

Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarður, í samvinnu við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og Ríkiskaupa, efna til þriggja samkeppna um sýningar í þjóðgarðsmiðstöð Snæfellsjökulsþjóðgarðs á Hellissandi, gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri og gestastofu Umhverfisstofnunar og Vatnajökulsþjóðgarðs á Skútustöðum við Mývatn. 

Auglýst eru þrjú mismunandi forvöl þar sem leitað er að teymum til að vinna að sýningunum þremur á næstu misserum. Vakin er athygli á að heimilt er að sækjast eftir því að taka þátt í fleiri en einni af samkeppnunum þremur en um leið undirstrikað að vinnan að sýningunum fer fram að hluta eða heild samtímis á öllum þremur stöðunum. Teymi þurfa því að hafa burði til þess að vinna að öllum verkefnunum samtímis sækist þau eftir því. Um er að ræða hönnunarsamkeppnir með forvali og nafnleynd.

Útboðið er auglýst á evrópska efnahagssvæðinu. Skilafrestur þátttökukynninga í forval er 17. maí kl. 12:00.

Hér má lesa nánar um fyrirkomulag og tímafresti á síðu Hönnunarmiðstöðvarinnar