Stök frétt

Hvaða áhrif hafa komur skemmtiferðaskipa á náttúru og samfélag? / Mynd: Canva
Ákvörðun hefur verið tekin hjá Umhverfisstofnun um að fresta ársfundi náttúruverndarnefnda, náttúrustofa og Umhverfisstofnunar, sem halda átti á Ísafirði 12. október nk., þar sem horfur til flugs hafa versnað fyrir fimmtudag. 

Einn helsti styrkleiki fundanna er að skapa aðstæður fyrir gott samtal og að efla tengsl. Því væri miklu fórnað ef fundinum yrði breytt alfarið í fjarfund.

Frestun til vors

Með tilliti til flugsamgangna og aðstæðna teljum við rétt að fresta fundi til vors. Nánari upplýsingar verða veittar þegar nær dregur en hafa má samband við Davíð Örvar Hansson (david.o.hansson@umhverfisstofnun.is) ef þörf er á frekari upplýsingum.