Í næstu viku mun Umhverfisstofnun formlega opna fyrir umsóknir á skotvopna- og veiðikortanámskeið ársins 2023 og kynna breytingar á fyrirkomulagi sem miða að því að bæta enn frekar þjónustu við verðandi veiðimenn um land allt.
Á vormánuðum verða haldin tvö skotvopnanámskeið og er tilvonandi umsækjendum bent á að eitt af skilyrðum fyrir þátttöku er að hafa sótt sér læknisvottorð og skila því til lögreglu með rafrænni umsókn um heimild til þátttöku á námskeiðinu. Það ferli getur tekið nokkurn tíma og er fólki bent á að finna sér tíma hjá lækni sem allra fyrst.
Tengt efni
Skotvopna- og veiðinámskeið