Fjallgönguhópur Umhverfisstofnunar gekk um Hornstrandafriðland í lok júlí. Ferðin var hluti af fjallgöngudagskrá starfsfólks stofnunarinnar.
Ferðin hófst í Hornvík þar sem gengið var upp á Hornbjarg og Miðfell í hressandi Hornstrandaþoku.
Gengið í þokunni
Gist var á tjaldstæðinu í Höfn fyrstu nóttina og þegar hópurinn var tilbúinn í annan göngudag var haldið til Hlöðuvíkur. Frá Hlöðuvík var gengið á þriðja göngudegi yfir á Hesteyri í Jökulfjörðum. Þar tók sól og blíða á móti glöðum göngugörpum.
Stórfenglegt útsýni og áskoranir
Ferðin var jafnframt nýtt í hreinsun og tiltekt, nokkrir kamrar voru þrifnir á leiðinni og refurinn fylgdist grannt með
Fjallgönguhópur Umhverfisstofnunar hefur farið í fjölbreyttar fjallgöngur síðan haustið 2021, við ýmsar aðstæður. Starfsfólk á starfsstöðvum utan höfuðborgarsvæðisins hefur tekið þátt í göngunum eða gengið á fjöll í sínu nærumhverfi.
Markmið fjallgönguhópsins er að komast í sem flestar göngur á friðlýstum svæðum, njóta samveru, hreyfingar og útvistar.
Allar myndir með frétt: Þórdís Björt Sigþórsdóttir