Stök frétt

Það var góð þátttaka á morgunfundi Svansins sem fór fram þann 15. febrúar í Björtuloftum í Hörpu. Um 80 gestir tóku þátt á staðnum og um 1000 áhorfendur fylgdust með í beinu streymi.

Yfirskrift fundarins var: Fortíðin er búin, framtíðin er snúin: Hvaða ákvarðanir leiddu okkur hingað og hvernig mótum við morgundaginn.

Dagskráin var fjölbreytt. Fjallað var um grænþvott, rakavarnir og sjálfbært Ísland. Andri Snær Magnason, rithöfundur og Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna, fluttu hugvekjur um fortíð og framtíð umhverfismála.

Skoða myndir frá viðburðinum

Dagskrá fundarins

Upptaka af fundinum: