Leiðbeiningarnar um viðmiðunarmörk eru ætlaðar til að útskýra notkun viðmiðunarmarka sem sett eru fram í reglugerð nr. 1400/2020 um mengaðan jarðveg. Leiðbeiningarnar um frummat fyrir menguð svæði eiga að auðvelda heilbrigðiseftirlitum gerð frummats og notkun á gagnagrunninum fyrir mengaðan jarðveg.
Gagnvirkt kort yfir mengaðan jarðveg á landinu er nú aðgengilegt á heimasíðu Umhverfisstofnunar.
Stofnunin og heilbrigðiseftirlitin í landinu vinna að því að setja inn upplýsingar í gagnagátt um þekkt menguð svæði og svæði þar sem grunur er um mengun. Upplýsingarnar birtast svo á gagnvirku korti.
Áætlað er að vinna við innsetningu á upplýsingum í gagnagáttina taki talsverðan tíma.