Loftslagsdagurinn fer fram í Hörpu og í beinu streymi þann 4. maí 2023.
Beint streymi frá viðburðinum:
Markmið Loftslagsdagsins er að fjalla um loftlagsmál á mannamáli.
Þemu dagsins að þessu sinni eru:
Daniel Montalvo, sérfræðingur í sjálfbærri auðlindanýtingu og iðnaði hjá Umhverfisstofnun Evrópu, er sérstakur gestafyrirlesari. Daniel mun fjalla um aftengingu hagvaxtar og umhverfisáhrifa undir yfirskriftinni:
Decoupling to deliver on the sustainability transition - Towards a climate neutral, circular and pollution free society.
Daniel hefur unnið hjá Umhverfisstofnun Evrópu í 10 ár og fengist við losun iðnfyrirtækja, stefnumótandi áherslur við innleiðingu hringrásarhagkerfis, hráefnanýtingu og tengingar iðnaðar og umhverfis.
Á dagskrá eru fjöldi spennandi erinda úr ýmsum áttum sem færa okkur nær svörum við spurningum dagsins. Þar á meðal:
Allir þátttakendur geta sent inn spurningar með því að fara inn á Slido.com og slá inn #loftslagsdagurinn.
Í lok hverrar málstofu verða vinsælustu spurningarnar bornar fram í pallborði með fyrirlesurunum.
Við skipulagningu Loftslagsdagsins eru fjölmörg atriði höfð að leiðarljósi til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif viðburðarins. Nánar.