Umhverfismerkið Svanurinn hefur innleitt ný viðmið fyrir Svansvottun nýbygginga.
Af því tilefni efnum við til opinnar kynningar í beinu streymi þriðjudaginn 28. mars kl. 11.
Hlekkur á streymi: www.ust.is/ny-vidmid-fyrir-nybyggingar
Farið verður yfir allar kröfur nýju viðmiðin og þær áherslubreytingar sem hafa orðið frá fyrri viðmiðum. Einnig verður farið yfir tímasetningar í tengslum við umsóknir sem berast og hversu lengi er hægt að sækja um í eldri útgáfu viðmiðanna.
Við hvetjum áhugasama til að senda inn spurningar og vangaveltur varðandi nýju viðmiðin. Við reynum svo að móta kynninguna eftir því.
Bergþóra Kvaran og Guðrún Lilja Kristinsdóttir, sérfræðingar í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun, sjá um kynninguna.
Tengt efni: