Stök frétt

Mynd: Þórdís Björt Sigþórsdóttir

Ársfundur náttúruverndarnefnda sveitarfélaga, náttúrustofa og Umhverfisstofnunar mun fara fram þann 12. október á Ísafirði. Áætlað er að dagskrá hefjist 10:30 og standi til 16:00.

Fundurinn fer fram sem blandaður stað- og fjarfundur.

Aðalumfjöllunarefni fundarins: „Hver eru áhrif aukinnar umferðar skemmtiferðaskipa?“

Hér má lesa nánar um fyrirkomulag fundarins, m.a. uppfærð drög að dagskrá ásamt hlekk fyrir skráningu á fundinn.

Þátttökugjald er kr. 4.500 fyrir staðfundargesti, hádegismatur og kaffiveitingar innifaldar.