02.05.2014
Búrfell, Búrfellsgjá og hraun friðlýst
Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, staðfesti sl. miðvikudag tvær friðlýsingar innan marka Garðabæjar. Um er að ræða annars vegar friðlýsingu Búrfells, Búrfellsgjár og eystri hluta Selgjár sem náttúruvætti en alls er þar um að ræða 323 hektara. Hins vegar Garðahraun neðra, Garðahraun efra, Vífilsstaðahraun og Maríuhella í Búrfellshrauni sem nú eru friðlýst sem fólkvangur en alls eru það um 156,3 hektarar.