Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Höfundur myndar: Kristinn Már Ársælsson

Þann 5. febrúar sl. gaf Umhverfisstofnun út starfsleyfi fyrir urðunarstað Sorpurðunar Vesturlands hf. að Fíflholtum, Borgarbyggð. Tillaga að starfsleyfinu var auglýst á tímabilinu 28. nóvember 2013 - 23. janúar 2014 en Umhverfisstofnun bárust engar athugasemdir við tillöguna. 

Samkvæmt hinu nýja starfsleyfi er Sorpurðun Vesturlands heimilt að taka á móti og urða allt að 15 þúsund tonn af úrgangi á ári. Starfsleyfið veitir því heimild til sambærilegs rekstrar og verið hefur til þessa. Þó er nýjung í starfsleyfinu að veitt er heimild til að gera tilraunir á urðunarstaðnum með endurnýtingu flokkaðs úrgangs, í samráð við útgefanda starfsleyfis og eftirlitsaðila. Starfsleyfið gildir til næstu 14 ára. Eftirlit með starfseminni er í höndum Umhverfisstofnunar.