Samkvæmt nýjustu mælingum sem gerðar voru á sýnum sem tekin voru í síðari hluta ágúst má sjá mun lægri styrk flúors í grasi en sáust í byrjun júní á þessu ári. Frá því í júní þegar gildin mældust hvað hæst hefur styrkur flúors farið lækkandi í grasi. Meðaltal allra mælinga sem gerðar hafa verið í sumar, utan þynningasvæðis er 30,8 µg/g.
Ástæða þess að fylgst er náið með flúor í nágrenni álvera er að flúor getur haft áhrif á vöxt beina og tanna í grasbítum. Viðmiðunarmörk fyrir flúor í fóðri fyrir sauðfé er 30 µg/g fyrir mjólkandi fé en 50µg/g fyrir annað fé. Viðmiðunarmörkin eru sett fyrir heilfóður, þ.e. fóður sem gefið er allt árið.
Heysýni voru tekin í Reyðarfirði í sumar skv. vöktunaráætlun og von er á niðurstöðum síðar í haust.