Stök frétt

Aðeins fyrir auglýsingu tillögunnar
Friðlýsing fólkvangs í Bringum í Mosfellsbæ verður staðfest af umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurði Inga Jóhannssyni, þriðjudaginn 20. maí 2014 kl. 17:00. Athöfnin fer fram í Bringum (beygt til hægri frá Þingvallavegi spölkorn ofan við Gljúfrastein í Mosfellsdal). 

Markmið með friðlýsingu hluta jarðarinnar Bringna sem fólkvangs er að vernda svæðið til útivistar almennings, náttúruskoðunar og fræðslu. Friðlýsingin verndar auk þess sérstakar náttúru- og menningarminjar. 

Við sama tækifæri munu bæjarstjóri Mosfellsbæjar og forstjóri Umhverfisstofnunar undirrita umsjónarsamning um umsjón fólkvangsins. Samkvæmt samningnum tekur Mosfellsbær að sér umsjón hins friðlýsta svæðis og skuldbindur sig til að gæta þess og upplýsa almenning um varðveislugildi þess. 

Að athöfn lokinni mun Bjarki Bjarnason, formaður umhverfisnefndar Mosfellsbæjar, leiða fræðslugöngu um fólkvanginn og að henni lokinni verður boðið upp á heilsubætandi hressingu. 

Allir hjartanlega velkomnir