16.04.2009
Umhverfisstofnun leitar farsællar lausnar í máli Lífar
Karl Karlsson, dýrlalæknir hjá Umhverfisstofnun, hafði samband í morgun við ábúendur á Sléttu og er í heimsókn á bænum til þess að ræða nánar leyfisumsóknina fyrir hreindýrskálfinn Líf, kanna aðstæður sem og leita leiða til að finna farsæla lausn, enda hafi það alltaf staðið til.