26.08.2022
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull verði hluti af UNESCO svæði
Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu þess efnis að Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull verði hluti af fyrsta UNESCO Man and Biospere svæði á Íslandi á Snæfellsnesi. Viðstödd voru Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis, - orku- og loftslagsráðherra, Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri á sviði náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun, stjórn Svæðisgarðs Snæfellsness, fulltrúar bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, Þjóðgarðsráð, Hollvinasamtök Þjóðgarðsins og starfsfólk Þjóðgarðsins.