Stök frétt

Umhverfisstofnun og Samband íslenskra sveitarfélaga efna til ráðstefnu um hringrásarhagkerfið. Ráðstefnan fer fram föstudaginn 7. október kl. 10:00 - 15:30 í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík og í beinu streymi.

Yfirskrift ráðstefnunnar er: Samtaka um hringrásarhagkerfi - Réttur farvegur til framtíðar.

Tilefnið er útgáfa handbókar um úrgangsstjórnun sveitarfélaga og átaksverkefnið Samtaka um hringrásarhagkerfi.

Ráðstefnan er hugsuð fyrir:

  • Starfsfólk í fjármálum, innkaupum og úrgangsstjórnun sveitarfélaga
  • Sveitarstjórnarfólk og sveitarstjóra
  • Ráðgjafa
  • Þjónustuaðila
  • Aðra sem láta sig úrgangsstjórnun sveitarfélaga varða

Markmið ráðstefnunnar er að:

  1. Gefa yfirlit yfir þau verkfæri og leiðir sem sveitarfélög hafa í úrgangsstjórnun og hvernig þau geta verið betur í stakk búin til að tileinka sér þær breytingar sem verða á úrgangslöggjöfinni þann 1. janúar 2023.
  2. Skapa lifandi vettvang upplýsinga og umræðu um þær útfærslur sem eru fyrir hendi, hvað stendur í vegi sveitarfélaga í aðlögun að breyttu fyrirkomulagi úrgangsmála, hvað getum við lært af reynslunni og hver sé leiðin fram á við.

Skráning, dagskrá og nánari upplýsingar.

Viðburðurinn á Facebook