Stök frétt

Mynd: Alfonso Navarro - Unsplash

Umhverfisstofnun vekur athygli á norrænum veffundi, Webinar 3 Digital circularity transition in the waste sector and Nordic municipalities, sem verður haldinn  fimmtudaginn 24. nóvember kl 12:00-14:30 að íslenskum tíma. Fundurinn fer fram á ensku.

Frestur til að skrá sig er til lok þriðjudags 22. nóv nk. Hér má sjá  upplýsingar um fundinn og skráningartengil

Um veffundinn: 

Norðurlöndin standa öll frammi fyrir svipuðum áskorunum við að takast á við hringrásarumskiptin sem samfélög okkar eru að ganga í gegnum. Vefnámskeiðið er haldið í miðri stafrænni tæknibyltingu úrgangsmála og tekur á spurningunni: Hvað hafa stafræn umskipti í úrgangsgeiranum að bjóða norrænum sveitarfélögum á vegferð sinni í átt að hringrásarhagkerfi?

Fjöldi nýstárlegra lausna eru þegar að þróast á Norðurlöndunum. Vefnámskeiðið mun sýna nokkrar af þessum tæknilegu/stafrænu lausnum fyrir sorphirðu sveitarfélaga og úrgangsstjórnun – sem nær yfir nýstárlegar lausnir á öllum stigum úrgangsstjórnunar frá söfnun til lokameðhöndlunar.

Veffundurinn mun innihalda:

  • Upphafserindi um það hvernig stafræn væðing mun breyta heiminum
  • Kynningu frá Södra Smålands Avfall & Miljö (SSAM) um nýjasta verkefnið þeirra um söfnun samkvæmt eftirspurn
  • Kynningu frá Nordvästra Skånes Renhållnings AB (NSR) um nýstárlegar stafrænar úrgangslausnir
  • Kynningu frá EFLU verkfræðistofu um greiningu á innleiðingu greiðslukerfis (PAYT) hjá íslenskum sveitarfélögum
  • Kynningu frá norska sorpfyrirtækinu ROAF um fullkomna flokkunaraðstöðu þeirra
  • Kynningu á nýstárlegri úrgangsmeðferð og tækni
  • Stýrðar pallborðsumræður