Stök frétt


Umhverfisstofnun hefur móttekið umsókn Öggs ehf. um starfsleyfi vegna landeldis á Kjarvalsstöðum í Hjaltadal.
 
Á næstunni verður unnin tillaga að starfsleyfinu og í framhaldinu er gert er ráð fyrir að hún verði auglýst í fjórar vikur. 
Öllum gefst tækifæri til að koma með athugasemdir á auglýsingatíma áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin.

Umhverfisstofnun auglýsir einnig framlengingu á eldra starfsleyfi vegna landeldis Öggs ehf. í Hjaltadal, þar sem vinnslu starfsleyfis mun ekki ljúka áður en núgildandi leyfi rennur út. Umhverfisstofnun er heimilt að framlengja starfsleyfi rekstaraðila í samræmi við 4. mgr. 6. gr. laga 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Framlengingin á starfsleyfi er heimil til eins árs og gildir þar til nýtt starfsleyfi hefur verið gefið út eða í síðasta lagi til 6. júní 2023.

Athugasemdir við að leyfið sé framlengt skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun (ust@ust.is) merkt UST202205-372. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 8. júní.
Hér er hægt að skoða starfsleyfið sem framlengt er um eitt ár.