Úrgangur frá ferðasalernum inniheldur bakteríur og efni sem geta verið skaðleg heilsu og umhverfi.
Umhverfisstofnun hefur gefið út nýjar leiðbeiningar fyrir losunarstaði ferðasalerna. Þær fjalla um aðstöðu á slíkum losunarstöðum og móttöku á salernisúrgangi. Leiðbeiningarnar voru í samstarfi við fulltrúa umhverfisgæðahóps heilbrigðiseftirlitssvæðanna.
Heilbrigðiseftirlitin munu fara í eftirlit í sumar, til dæmis á tjaldsvæði, þar sem leiðbeiningarnar verða kynntar fyrir rekstraraðilum og mögulegar úrbætur skoðaðar.
Einnig hafa verið tekið saman góð ráð fyrir notendur ferðasalerna. Sjá hér að ofan.
Góðu ráðin verður hægt að fá sem límmiða með QR kóða á kort með losunarstöðum á landinu, bæði á íslensku og ensku.