Stök frétt

Réttindanámskeið heilbrigðisfulltrúa hefur nú verið sett upp sem rafrænt námskeið. Námskeiðið er í tveimur hlutum, annar þeirra er haldinn af Umhverfisstofnun en hinn af Matvælastofnun en báðir námskeiðshlutar eru rafrænir. 

Námskeiðshluti Umhverfisstofnunar hefur verið opnaður á nýrri og glæsilegri vefsíðu sem er opin þátttakendum, þegar hafa nokkrir þátttakendur hafið þátttöku. Námskeiðið verður opið út árið en hver þátttakandi hefur að jafnaði fimm vikur til að ljúka námskeiðinu. Námskeiðshluti Umhverfisstofnunar saman stendur af 24 fyrirlestrum sem fjalla að mestu um stjórnsýslu og eftirlit með mengunarvörnum og hollustuháttum.

Til þess að bera starfsheitið heilbrigðisfulltrúi, þarf leyfi umhverfis- orku og loftslagsráðherra. Eitt af skilyrðunum til að hljóta slíkt leyfi er að viðkomandi hafi sótt námskeið um stjórnsýslu, lög og reglugerðir sem heilbrigðisfulltrúum ber að sjá um að sé framfylgt.