Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um breytingu á starfsleyfi Als Álvinnslu ehf. á Grundartanga sem hefur heimild til að vinna ál úr allt að 15.000 tonnum á ári af álgjalli sem til fellur hjá álverum.

Breytingin felst í því að rekstraraðila verði heimilt að vinna álið með saltlausum ferli. Starfsleyfið var einnig uppfært í samræmi við 14. gr. reglugerðar nr. 550/2018 vegna nýrra BAT-niðurstaðna vegna iðnaðar með járnlausan málm.

Tillaga að breyttu leyfi var auglýst á tímabilinu 17. ágúst til og með 16. september 2022 þar sem hægt var að koma með athugasemdir vegna hennar. Tvær umsagnir bárust um tillöguna.

Með starfsleyfinu fylgir greinargerð þar sem gerð er grein fyrir umsögnunum og ákvörðun Umhverfisstofnunar vegna breytingarinnar.

Ákvörðun Umhverfisstofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar Umhverfisstofnunar.

Tengd skjöl: