Stök frétt

30% af símtölum vegna eiturefna sem berast Eitrunarmiðstöð Landspítala tengjast hreinsiefnum á heimilum sem börn höfðu mögulega innbyrt. Algengustu slysin verða þegar efnin eru í notkun. 

Mikilvægt er að láta hreinsiefni aldrei standa opin á meðan þau eru í notkun, sérstaklega ekki ef það eru börn á heimilinu. 

Gætum að efnum sem eru hættumerkt eða merkt: „Geymist þar sem börn ná ekki til“. 

Hættumerkin níu eru notuð á merkingum umbúða efnavara til þess að vara við hættu af völdum efna, upplýsa um eðli hættunnar og varúðarráðstafanir sem hægt er að grípa til, ef eitthvað fer úrskeiðis.   

Ráðgjöf allan sólarhringinn

Ef grunur er um að einstaklingur hafi innbyrt hreinsiefni eða önnur eiturefni er hægt að hafa samband við Eitrunarmiðstöð Landspítala allan sólahringinn til að fá ráðgjöf um viðbrögð og meðferð.

Sími Eitrunarmiðstöðvar er 543 2222 eða 112 í gegnum Neyðarlínuna.

Upplýsingar sem er gott að hafa þegar hringt er í Eitrunarmiðstöðina: 

  • Heiti efnis (hafa umbúðirnar við höndina og taka þær með ef leita þarf læknis)
  • Hvenær eitrunin átti sér stað 
  • Aldur og þyngd

Meira um: