Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Plöntuverndarvörur á markaði 2017

Tilgangur og markmið:

  • Að ganga úr skugga um að plöntuverndarvörur sem eftirlitsþegi setur á markað séu með markaðsleyfi í gildi.
  • Að athuga hvort merkingar umbúða séu í samræmi við gildandi reglur þar um.

Framkvæmd og helstu niðurstöður:

Farið var í eftirlit þann 24. maí 2017 hjá fyrirtækjum sem setja plöntuverndarvörur á markað. Úrtakið í eftirlitinu náði til 44 mismunandi plöntuverndarvara í heild. Allar plöntuverndarvörur sem fundust í sölu hjá fyrirtækjunum voru kannaðar með tilliti til markaðsleyfa, sbr. reglugerð nr. 544/2015 um plöntuverndarvörur og merkinga á umbúðum varanna sbr. reglugerð nr 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna eða efnablandna.

Eftirfarandi eftirlitsþegar féllu undir umfang verkefnisins:

 

Fyrirtæki:

Starfsemi:

Frjó Umbúðasalan ehf.

Innflutningur, heildsala

Garðheimar Gróðurvörur ehf.

Innflutningur, heildsala, smásala

Húsasmiðjan ehf.

Smásala

Kemi ehf.

Innflutningur, heildsala

Samtals var skoðað 61 eintak af plöntuverndarvörum í eftirlitinu og þar af fundust eitt eða fleiri frávik við 9 vörur. Þetta þýðir að tíðni frávika er um 14%. Gerðar voru kröfur um úrbætur vegna ófullnægjandi merkinga á 5 vörum og hafa nú fyrirtækin nú orðið við þeim. Markaðssetning á þeim 4 vörum sem ekki reyndust vera með markaðsleyfi þegar eftirlitið átti sér stað var stöðvuð tímabundið og fyrirtækjum veittur frestur til þess að sækja um markaðsleyfi fyrir þeim.  Sæki fyrirtæki ekki um markaðsleyfi innan tiltekins frests verður markaðssetning varanna stöðvuð varanlega.