Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Takmarkanir skv. REACH - efnagreiningar

Inngangur/tilgangur

Umhverfisstofnun fer með eftirlit með markaðssetningu efna og efnablanda sem falla undir efnalög nr. 61/2013 en markmið laganna er að tryggja að meðferð á efnum valdi hvorki tjóni á heilsu manna né umhverfi og koma í veg fyrir ólöglega markaðssetningu. 

XVII. viðauki við reglugerð (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH) fjallar um takmarkanir að því er varðar framleiðslu, setningu á markað og notkun tiltekinna hættulegra efna, efnablandna og hluta. Reglugerð nr. 888/2015 (REACH) innleiðir sú evrópsku hér á landi. Blý er eitt af þeim efnum sem er háð takmörkunum vegna eiturhrifa þess á æxlun. Ein af takmörkunum sem gilda um blý er að blýinnihald í skarti á að vera undir 0,05% miðað við þyngd hlutarins, en með skarti er átt við hvort tveggja ekta og óekta skart og hárskraut, þ.m.t. armbönd, hálsmen, hringi, skart notað við húðgatanir, armbandsúr, ermahnappa, nælur og sérhverja hluti sem búnir eru til úr efnum sem notað er í skartgripagerð.

Markmið verkefnisins var að rannsaka blýinnihald í ódýru/óekta skarti til að athuga hvort styrkur blýs í þeim eða einstökum hlutum þeirra væri innan leyfilegra marka.

Framkvæmd og niðurstöður

Þann 22. desember 2020 var farið í eftirlit í 7 fyrirtæki, valin af handahófi, sem selja ódýrt skart. Ein vara var valin af handahófi hjá hverju fyrirtæki og send til efnagreiningar. Allar vörurnar í úrtakinu innihéldu blý, en engin þeirra reyndist innihalda blý í styrkleika yfir leyfilegum mörkum.

Tafla 1. Fyrirtæki, sem lentu í úrtaki, ásamt heiti verslunar og tegund skarts, sem valið var til efnagreiningar.

Fyrirtæki
Heiti verslunar
Tegund skarts
Magn blýs (ppb)
H & M Hennes & Mauritz Ice. ehf.
H&M
Hárskraut
0,88
 
 
 
0,39
Hagkaup
Hagkaup
Hálsmen
3,81 
 
 
 
171,93
Kiosk ehf.
Søstrene Grene
Hárspennur
0,75
 
 
 
1,54
LDX19 ehf.
Lindex
Eyrnalokkar
327,33
 
 
 
180,28
Nisti ehf.
Six
Eyrnalokkar
504,07
 
 
 
429,20
Tiger Ísland ehf.
Flying Tiger
Hárspennur
1,58
V.M. ehf.
Vila
Hringur
168,78

 

Í þessu eftirlitsverkefni voru aðeins framkvæmdar efnagreiningar á blýi í 7 vörum og því ekki hægt að fullyrða að almennt sé innihald þess undir leyfilegum mörkum í ódýru skarti sem boðið er til sölu hér á landi. Vert er að nefna að það gilda fleiri takmarkanir um efnainnihald í skarti heldur en sú sem hér er verið að fylgja eftir, s.sum nikkel og kadmíum. Nauðsynlegt er að hafa þessar takmarkanir í huga við val á skarti sem bjóða á til sölu.