Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Leiðbeiningar um efnaeftirlit

Umhverfisstofnun er falið að hafa yfirumsjón með framkvæmd efnalaga og fara með efnaeftirlit samkvæmt þeim með samræmdum hætti fyrir landið. Auk Umhverfisstofnunar hafa heilbrigðisnefndir sveitarfélaga, Vinnueftirlit ríkisins, Tollgæslan, Neytendastofa, Eitrunarmiðstöð Landspítala og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun eftirlitshlutverk á afmörkuðum þáttum laganna. Sem samræmingaraðili hefur Umhverfisstofnun það hlutverk að upplýsa þessi stjórnvöld um þá þætti sem falla undir lögin og hvað þau hafa þörf fyrir til að sinna hlutverki sínu samkvæmt lögunum.

Vinsamlegast hafið samband við Umhverfisstofnun til að fá leiðbeiningar og gátlista vegna eftirlits með afmörkuðum þáttum efnalaga.