Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Niðurstöður efnaeftirlits

Umhverfisstofnun hefur umsjón með framkvæmd efnalaga nr. 61/2013 og fer með eftirlit eftir því sem kveðið er á um í lögunum. Í því skyni hefur stofnunin eftirlit með meðferð og markaðssetningu efna, efnablandna og hluta sem falla undir lögin með samræmdum hætti á landinu öllu auk þess sem stofnunin útbýr eftirlitsáætlun til þriggja ára í senn.

Hér birtast upplýsingar um niðurstöður eftirlits og til hvaða úrræða stofnunin hefur gripið jafnóðum og ákvarðanir um slíkt liggja fyrir í samræmi við 5. mgr. 49. gr. efnalaga. Samantektir um niðurstöður sértækra eftirlitsverkefna sem unnin eru samkvæmt eftirlitsáætlun má nálgast hér.