Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Flokkun, merking og umbúðir

Flokkun og merking hættulegra efna og efnablandna fylgir reglum sem gilda á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Flokkun efna byggir á hættueiginleikum þeirra og leggur grunn að því hvernig þau skuli merkja. Merkingin kemur til skila upplýsingum um mögulega hættu og hvernig eigi að bregðast við eða komast hjá henni. Merkingin skal vera á íslensku. Innlendur framleiðandi, innflytjandi eða umboðsmaður er ábyrgur fyrir því að umbúðir hættulegra efna séu rétt merktar. Seljendum er óheimilt að selja hættulegt efni eða efnablöndu sem er vanmerkt.

Um flokkun og merkingu efna og efnablandna gildir reglugerð nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna, en hún innleiðir reglugerð Evrópusambandsins nr. 1272/2008 (CLP) hér á landi. Samsetta íslenska reglugerð má nálgast heimasíðu Umhverfisstofnunar og á ensku á heimasíðu Efnastofnunar Evrópu