Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Tegundir og útlit

Lágmarksstærð merkja er: þvermál hrings 35 cm og hlið í jafnhliða þríhyrningi, hlið á ferningi og skammhlið á ferhyrningi 35 cm

Bannmerki

Lögun er kringlótt með skástriki yfir. Öryggislitur er rauður, andstæður litur er hvítur. Mynd í svörtum lit. 

Dæmi: Dýfingar bannaðar.

 

Skyldumerki

Lögun: Kringlótt. Öryggislitur blár, andstæður litur er hvítur, mynd í hvítum lit. 

Dæmi: Barnahópar noti auðkennismerki.

 

Viðvörunarmerki

Lögun: Þríhyrningur. Öryggislitur gulur, andstæður litur er svartur, mynd í svörtum lit.

Dæmi: Varúð hálka, botn dýpkar bratt.


Neyðarútgangur, öryggisaðstaða

Lögun: Ferningur, rétthyrningur. Öryggislitur grænn, andstæður litur er hvítur, mynd í hvítum lit.

Dæmi: neyðarútgangur, staðsetning skyndihjálparbúnaðar.


Brunavarnir

Lögun: Ferningur, rétthyrningur. Öryggislitur rauður, andstæður litur er hvítur, mynd í hvítum lit.

Dæmi: Brunaboði, staðsetning slökkvibúnaðar.


Viðbótarupplýsingar

Lögun: Ferningur, rétthyrningur. Öryggislitur hvítur.