Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Framkvæmdir á Geysissvæðinu

(See the information in English)

Hvaða framkvæmdir eru í gangi á Geysissvæðinu núna?

Við erum að byggja upp gönguleiðakerfi og bæta aðgengi að svæðinu. Þetta er 1. áfangi í gerð hringleiðar um hverasvæðið á Geysi.

Af hverju er verið að ráðast í þessar framkvæmdir?

Til að hlífa náttúrunni við ágangi og raski, bæta upplifun gesta af svæðinu með betri dreifingu þeirra. Fjöldi ferðamanna hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár og er þetta liður í því að taka betur á móti þeim gestafjölda sem sækir Geysi heim.

Hverjar eru stærstu breytingarnar? 

Stærri hluti hverasvæðis verður nú aðgengilegur auk þess sem öryggi gesta er bætt til muna með uppbyggðum gönguleiðum.  

Hvenær verður þetta unnið?

Verklok á þessum 1. áfanga eru áætluð september 2024. Áætlað er að ljúka við heildaruppbyggingu svæðisins í árslok 2025.

Verða lokanir á Geysissvæðinu á framkvæmdatíma? 

Nauðsynlegt verður að loka hluta hverasvæðis eftir framvindu verks. Lokanir verða merktar sérstaklega innan hverasvæðis. Stór hluti hverasvæðis verður þó opin og aðgengilegur gestum á framkvæmdatíma.

Hafa framkvæmdirnar í för með sér utanvegaakstur?

Unnið verður eftir legu göngustíganna og þess sérstaklega gætt að raska ekki nánasta umhverfi. Allt rask sem til kemur vegna framkvæmda verður lagfært.

Uppfært 16. febrúar 2024