Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Um svæðið

Surtarbrandsgil er í landi Brjánslækjar á Barðaströnd í Vesturbyggð. Mörk náttúruvættisins eru við mynni gilsins að austan og að hábrún þess að sunnan, vestan og norðan. Stærð náttúruvættisins er 272 ha.

Steingerðar plöntuleifar eru ekki endurnýjanlegar, það sem tekið er í burtu er ekki afturkræft og hætta er á hruni úr gilinu. Fólki er óheimil för um gilið nema í fylgd landvarðar. Frekari upplýsingar um reglubundnar göngur er að finna í tengli á sýningu hér neðar.


Reglur

  • Óheimilt er að ganga í gilið nema í fylgd landvarðar
  • Bannað er að brjóta eða fjarlægja á annan hátt steingervinga, þ.m.t. surtarbrand
  • Gæludýr í bandi eru velkomin í göngu. Úrgang úr þeim skal fjarlægja
  • Jarðfræðirannsóknir eru háðar leyfi Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun er heimilt að veita undanþágu frá banni við brottnámi steingervinga úr gilinu