Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Upptökupróf

Þeir sem ekki ná 75% eða meira á veiðikortaprófi þurfa að endurtaka prófið. Ekki þarf að sækja námskeiðið aftur. 

Hægt er að skrá sig í upptökupróf í gegnum 
skráningarsíðuna og velja úr staðsetningum og tímasetningum.

Að jafnaði er boðið upp á að taka upptökupróf í Reykjavík og ákveðnum fræðslumiðstöðvum á landsbyggðinni.  

Að jafnaði verður hægt að taka upptökupróf flesta mánuði ársins en búast má við skertri þjónustu yfir sumarmánuðina.

Fyrsta upptökuprófið er án kostnaðar en eftir það er tekið prófgjald. Prófgjald er 12.200 kr.-

Ef nemandi mætir ekki í próf sem hann er skráður í, boðar ekki forföll eða velur sér ekki nýjan próftíma með 24 klst. fyrirvara, er það talið sem fall. Nemandi hefur því ekki kost á upptökuprófi nema gegn greiðslu prófgjalds.

Mikilvægt er að bóka tíma í upptökupróf í gegnum skráningarsíðuna.