Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Eftirlit með upplýsingum um tilvist kerfis til endurheimtar bensíngufu á bensínstöðvum

Umhverfisstofnun ráðgerir á næstunni að fara í eftirlit sem beinist að tilvist kerfis til endurheimtar bensíngufu á bensínstöðvum og upplýsingaskyldu rekstraraðila.

Bensínstöðvar sem falla undir ákveðin skilyrði varðandi árlegt gegnumstreymi, aldur, meiriháttar endurnýjun eða staðsetningu skulu útbúnar kerfi til endurheimtar bensíngufu. Þessi skilyrði eru nánar útlistuð í 47. gr. e. efnalaga nr. 61/2013.

Markmiðið með eftirlitinu er því að skoða hvort bensínstöðvar séu útbúnar kerfi til endurheimtar bensíngufu og hvort að upplýsingar um tilvist kerfisins séu sýnilegar neytendum.