Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Úttekt á sæfivöruflokkum 1 og 2

Tilgangur og markmið:

Að kortleggja innflutning og framleiðslu sæfivara í vöruflokkum 1 og 2, sem eru annars vegar sótthreinsandi efni í hreinlætisvörum fyrir menn og hins vegar sótthreinsandi efni og aðrar sæfivörur til einkanota og til nota innan heilsugæslunnar. Þessir vöruflokkar voru valdir þar sem búist er við að virkum efnum í þeim muni fjölga jákvæðum lista yfir virk efni sem leyfilegt er að nota í sæfivörur, en þá þarf að sækja um markaðsleyfi fyrir vöruna.

Framkvæmd og helstu niðurstöður:

Útbúinn var listi yfir fyrirtæki sem flytja inn sótthreinsiefni út frá upplýsingum frá Tollstjóra og tímabilið 16.04.2013 til 15.04.2013 valið. Farið var í eftirlit í þessi fyrirtæki þar sem kallað var eftir frekari upplýsingum varðandi vörurnar eins og t.d. um framleiðanda, umboðsmann á EES svæðinu, virku efni vörunnar, öryggisblöð og fleira. Auk þess fengust upplýsingar af heimasíðum íslenskra framleiðslufyrirtækja. Farið var í eftirlit hjá eftirfarandi fyrirtækjum:

Artasan  Halldór Jónsson Medor ehf. Servida - Besta
DEO Pharma efh. Inter ehf. Mjöll-Frigg Smith og Norland
Distica Kemi Papco Tandur
Efnalausnir Kj. Kjartansson Parlogis Tannhjól
Eirberg ehf. Laugin ehf. Rekstrarvörur
Fastus Lúkas D. Karlsson Ræstingaþjónustan  

Við eftirlit kom í ljós kom að í mörgum fyrirtækjanna var lítil vitneskja um þær reglur sem gilda um sótthreinsandi vörur. Gögnum var safnað í gagnagrunn sem mun nýtast við frekara eftirlit og til að gera fyrirtækjum viðvart þegar áhættumati virkra efna í þeirra vörum er lokið og tími kominn til að sækja um markaðsleyfi fyrir þær. Öllum fyrirtækjum var send samantekt um sæfivörur og þær reglugerðir sem þeim fylgja. Tekinn var saman póstlisti með þessum aðilum til að auðvelt væri að koma skilaboðum, fréttum varðandi virku efnin eða boð á upplýsingafundi til allra.