Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Úttekt á tollafgreiðslu plöntuverndarvara árið 2014

Tilgangur og markmið:

  • Að skoða hvort upplýsingar sem fengnar eru úr gögnum Umhverfisstofnunar vegna tollafgreiðslu á plöntuverndarvörur séu í samræmi við upplýsingar sem fram koma í skrám Tollstjóra.
  • Að athuga hvort tollflokkun sé hugsanlega ábótavant, þannig að gögn um tollafgreiðslu gefi ekki réttar upplýsingar um þær plöntuverndarvörur sem boðnar eru fram á markaði hérlendis.

Framkvæmd og helstu niðurstöður: 

Í úttektinni var athyglinni beint að plöntuverndarvörum í eftirfarandi tollflokkunum:

  • 3808.5000: Efni til varnar gegn eða útrýmingar á skordýrum, nagdýrum, sveppum og illgresi, efni til að hindra spírun, efni til að stjórna plöntuvexti, sótthreinsandi efni og áþekkar vörur
  • 3808.9100: Skordýraeyðir; Sveppaeyðir
  • 3808.9300: Illgresiseyðir, spírunareyðir og efni til að stjórna plöntuvexti

Gögn Umhverfisstofnunar, sem aflað er við áritun vegna tollafgreiðslu á plöntuverndarvörum, voru borin saman við gögn Tollstjóra til þess að leiða í ljós hvort veitt hafi verið áritun við tollafgreiðslu á vörum í ofangreindum tollflokkum og hvort tollflokkun væri í einhverjum tilfellum röng.

Alls voru tollafgreidd 16,7 tonn af plöntuverndar þessu vörum á árinu 2014 og þar af var óskað eftir heimild Umhverfisstofnunar til tollafgreiðslu á 15,9 tonnum (95%) en 0,8 tonn (5%) voru tollafgreidd án þess að slík heimild væri fyrir hendi. Til samanburðar voru 15,2 tonn af plöntuverndarvörum tollafgreidd árið 2013 og þar af var ekki veitt heimild til tollafgreiðslu fyrir 4,4 tonnum (29%).

Yfirgnæfandi meirihluti af plöntuverndarvörum kom til áritunar við tollafgreiðslu árið 2014 og því má álykta sem svo að þessar upplýsingarnar gefi raunsanna mynd af því hversu mikið af þessum vörum var sett á markað hér á landi á því ári.