Eru ósoneyðandi kælimiðlar ennþá á markaði?

Tilgangur

Megintilgangur verkefnisins var að kanna hvort að ósoneyðandi miðlar, sem bannað er að selja, séu enn á lagerum heildsala/birgja sem versla með kælimiðla á Íslandi og að vekja athygli á banni við markaðssetningu þeirra og notkun.

Framkvæmd og niðurstöður

Fyrirtækin sem farið var í eftirlit hjá voru valin á þeim forsendum að um þekkta innflytjendur kælimiðla, bæði úr hópi ósoneyðandi efna og flúoraðra gróðurhúsalofttegunda, var að ræða.

Sjö fyrirtæki lentu í úrtaki verkefnisins:

AH Íslandi ehf.

Ísaga ehf.

Íshúsið ehf.

Kristján G. Gíslason ehf.

Kælismiðjan Frost ehf

Kælitækni ehf.

Vörukaup ehf.

 


Engir ósoneyðandi miðlar fundust hjá sex af þeim sjö fyrirtækjum sem féllu undir umfang eftirlitsins. Hjá sjöunda fyrirtækinu fundust ósoneyðandi miðlar og hefur þeim verið eytt í samræmi við kröfur Umhverfisstofnunar.