Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Eftirlit með snyrtivörum sem upprunnar eru í löndum utan EES

Inngangur

Hér á landi gildir reglugerð nr. 577/1013 um snyrtivörur sem innleiðir reglugerð (EB) nr. 1223/2009 sama heitis. Eitt af því sem kveðið er á um í reglugerðinni er að áður en snyrtivara er sett á markað innan Evrópska efnahagsvæðisins (EES) skal ábyrgðaraðili fyrir markaðssetningunni á svæðinu senda framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) upplýsingar um vöruna með rafrænum hætti í samræmi við kröfur reglugerðarinnar. Hefur framkvæmdstjórnin útbúið sérstaka snyrtivöruvefgátt (CPNP) til þess að taka við þessum upplýsingum. Ábyrgðaraðili snyrtivöru getur verið framleiðandi innan EES, aðili sem flytur snyrtivöru í fyrsta sinn inn á EES, aðili sem markaðssetur snyrtivöru undir sínu nafni eða vörumerki ellegar breytir vöru sem þegar hefur verið sett á markað.

 Tilgangur

  • Að kanna hvort húðsnyrtivörur markaðssettar hérlendis sem upprunnar eru frá löndum utan EES séu skráðar í snyrtivöruvefgátt ESB (CPNP).
  • Að kanna hvort vörurnar séu merktar í samræmi við kröfur ofangreindra reglugerða.
  • Að skoða út frá innihaldslýsingu varanna hvort þær innihaldi óleyfileg efni.
  • Að fræða birgja um ákvæði reglugerða sem gilda um snyrtivörur.
  • Að auka neytendavernd..

 Framkvæmd og niðurstöður

Upplýsingar um birgja sem eru að markaðsetja snyrtivörur frá löndum utan EES hérlendis voru fengnar út frá upplýsingum Tollstjóra um tollafgreiðslur.  

Í úrtakinu lentu alls níu birgjar og var farið í eftirlit til þeirra dagana 4., 6. og 12. júní 2018. Hjá hverjum birgi voru skoðaðar 2-4 vörur og teknar ljósmyndir af merkingum þeirra og innihaldslýsingu til nánari skoðunar. Kannað var hvort vörurnar væru skráðar í snyrtivöruvefgátt ESB en Umhverfisstofnun hefur aðgang að gáttinni sem lögbært yfirvald varðandi snyrtivörur hér á landi. Jafnframt var skoðað hvort merkingar varanna væru í samræmi við ofangreindar reglugerðir og, út frá innihaldslýsingu á umbúðum þeirra, hvort þær innihaldi einungis leyfileg efni samkvæmt viðaukum EB reglugerðar.

Í eftirfarandi töflu koma fram birgjar sem lentu í úrtaki eftirlitsins, fjöldi vara sem skoðaðar voru hjá hverjum og fjöldi vara með frávik:

Birgjar í úrtaki
Fjöldi vara skoðaðar
Fjöldi vara með frávik
Adriana ehf.

4

4

Artica ehf.

4

0

Daría ehf.

4

1

Fortia ehf.

4

3

Nola ehf.

4

1

Nu skin Íslandi ehf.

4

0

Sigurborg ehf.

4

2

Terma ehf.

2

0

Top Toy Iceland ehf.

2

0

 

32

11

Samtals voru skoðaðar 32 vörur og hjá 4 birgjum reyndust allar vörur sem skoðaðar voru frávikalausar en hjá hinum 5 fundust 1-4 vörur með frávik. Alls fundust 11 vörur, eða 34%, með frávik. 9 af þeim reyndust ekki vera skráðar í snyrtivöruvefgáttina og þar af vantaði upplýsingar um ábyrgðaraðila innan EES á umbúðir fyrir 4 vörur. Tvær vörur voru skráðar í gáttina en vantaði upplýsingar um ábyrgðaraðila innan EES á umbúðir.

Merkingar allra varanna voru að öðru leyti í lagi og þær reyndust ekki innihalda óleyfileg efni samkvæmt innhaldslýsingu þeirra. Hins vegar kom í ljós að 4 vörur reyndust innihalda hýdroxýísóhexyl-3-sýklóhexene karboxaldehýð (HICC), en bannað verður að markaðssetja snyrtivörur með þessu innihaldsefni frá 23. ágúst 2019 innan EES og frá 23. ágúst 2021 tekur gildi algjört sölubann. Ábendingu hvað þetta varðar var komið á framfæri við viðkomandi birgja.

Birgjar fengu sendar niðurstöður eftirlitsins í formi eftirlitsskýrslu og bréfs þar sem fram komu kröfur Umhverfisstofnunar um úrbætur innan tiltekins frests, en birgjar sem höfðu engin frávik fengu sent málslokabréf.

Niðurstöður eftirlitsins eru teknar saman hér að neðan:

Umfang Fjöldi vara skoðaðar
Vörur með frávik
 
Vörur án frávika
Húðsnyrtivörur frá löndum utan EES

32

11(34%)

 21 (66%)

 

Greining frávika Fjöldi vara 
Skráning í snyrtivöruvefgátt ESB (CPNP) ekki til staðar og upplýsingar um ábyrgðaraðila innan EES ekki tilgreindar á umbúðum

4 (12%)

Skráning í snyrtivöruvefgátt ESB (CPNP) ekki til staðar en upplýsingar um ábyrgðaraðila innan EES tilgreindar á umbúðum

5 (16%)

Upplýsingar um ábyrgðaraðila innan EES ekki tilgreindar á umbúðum en skráning í snyrtivöruvefgátt ESB (CPNP) til staðar
 2 (6%)